Icelandic candy

Fór með pakka sem á að fara til útlanda á pósthúsið áðan. Hann innihélt meðal annars harðfisk. Maður átti að skrifa nákvæma innihaldslýsingu á fylgiskjalið. Eh, hard fish? Dried fish? Konan á pósthúsinu sagði mér að skrifa bara “icelandic candy”. Ef fólkið í tollinum úti opnar þennan pakka á það örugglega eftir að halda að Íslendingar búi ennþá í snjóhúsum og séu eskimóar, eina nammið okkar sé harðfiskur!

3 thoughts on “Icelandic candy

  1. Karen

    Jæjja við skulum vona að þeir opni ekkert pakkann. En ég hef lent í því að vera spurð hvernig við búum (snjóhúskenningin). En er það ekki bara alveg eins og við ímyndum okkur alla Afríkubúa búandi í litlum strákofum? 😉

  2. Unnur

    Ha ha:D Brilljant, Icelandic candy!!!! Fiskur!!! Paelid i thvi ef thetta vaeri virkilega svona, thegar madur keypti ser bland i poka gaeti madur valid ur hardfiski, hrutspungum, svidakjommum og fengid i graena blandipoka-poka:D

  3. Einar

    Búa ekki allir afríkubúar í strákofum??? 😉

    Grænn poki með hrútspungum og sviðakjömmum hljómar SKELFILEGA!! Það er bara vanvirðing við græna pokann!!

Comments are closed.