Jæja, erum búnir að strika Icelandair útaf listanum yfir möguleg lokaverkefni. Leiðinlegt, þar sem þeir voru tilbúnir að senda okkur til Frankfurt til að kynna verkefnið í lokin en mig langar ekki að eyða 3 mánuðum í að parsa html á 20 mismunandi vefsíðum.
Þau fyrirtæki sem eru nú eftir eru:
- Libra: Góð kaffivél + sparkly vatn + kók og nammi innanhúss.
- Betware: Foosball + píluspjald + góð kaffi og vatnsvél + risastórt cutout af Clint Eastwood og Marilyn Monroe. Það væri nú ekki slæmt að hafa Clint við hliðina á sér þegar maður er að forrita!
- Marorka: Venjuleg kaffivél, venjuleg vatnsvél. Gott útsýni.
- LH-Tækni: Ekki búnir að fara á fundinn.
- Icelandair: Ferð til Frankfurt.
Erfitt val, en Libra og Betware eru að slást um toppsætið a.m.k. núna…
Það er gott að þú ert að forgangsraða þessu eftir öllu því MIKILVÆGA. Það að fá möguleika á vinnu, hvort að verkefnið verði notað eða hvernig þetta kemur út á CV-inu eru auðvitað bara aukaatriði 8)
Jamm, ég ákvað að taka bara fram aðalatriðin. Hver þarf vinnu eða gott CV þegar maður getur forritað með Clint og drukkið gott kaffi? 😉
Hvaða væl er þetta eiginlega, þið gerið bara parserinn í smalltalk og þá verður þetta rosafjör 😉
Árni: Ekki einu sinni segja “Smalltalk” og “Parser” í sömu setningu!
HEY !!!
þú gleymdir aðal plússssnum við Betware… þeir hafa ÓLAF ANDRA 🙂