Buðum Friðrik, Unni og Gísla hingað í gær að spila. Spiluðum Trivial Pursuit þar sem ég tapaði og svo Friends spilið. Friends spilið er flóknasta og skrýtnasta spil í heimi!! Reglurnar meika engan sens, maður fær spjald með myndum af fullt af hlutum og á að draga hring utan um einn hlut fyrir hvern vin og þarf svo að fara í íbúðina hans og svara spurningu til að geta krossað yfir þann hlut. Hinsvegar má maður velja sér spurningar og þær eru númeraðar frá 1-5 sem skiptir engu máli þar sem það eru engir flokkar þannig að númerin standa í raun ekki fyrir neitt og myndirnar skipta engu máli. Svo er smá svona actionary í þessu, en bara ef þú lendir á mynd af vinunum og ert með kaffibollann, ef þú lendir á mynd af þeim en ert ekki með kaffibollann þá færðu kaffibollann. En þú getur auðvitað líka fengið kaffibollann með því að krossa yfir mynd af myndaramma. Svo ef maður þarf að leika (ég þurfti til dæmis að leika hið ógleymanlega atriði “Phoebe að hjóla…” !?!?) þá eiga hinir að giska og ef þeir giska rétt þá græðir sá sem er að leika á því. Hmmmmmm, ég veit hvað þið eruð að hugsa, af hverju ættu þá hinir einu sinni að reyna að giska rétt ef það er bara að hjálpa þeim sem er að leika?? Nú, auðvitað af því að ef maður giskar rétt þá má maður gera hring utan um eina af regnhlífunum sínum! Svo eru reglurnar fullar af skemmtilegum setningum eins og “…Sá sem á að leika tekur spjald og les af því leikatriðið án þess að hinir leikmennirnir heyri…”. Hmmm, les hann þá ekki bara Í HLJÓÐI? Hljómar eins og hann þurfi að hlaupa í næsta herbergi og lesa upphátt þar svo enginn heyri. En þetta var nú samt mjög gaman, hef ekki horft á þessa þætti í 2-3 ár þannig að var soldið ryðgaður í þessu en gat nú samt svarað nokkrum spurningum.
Þessar reglur minntu mig samt á fóstbræðraatriðið þar sem þau voru að spila heimatilbúið spil sem var flóknasta spil í heimi. “Ég er með laufatíuna, þá fæ ég slag. Nei, ég trompa með 2 fimmum og einum fjarka, þá snýst hringurinn við og þú færð hattinn. Aha, þá nota ég jókerinn og spegla þig, þá skiptum við um sæti og þú dregur 6 spil. Nei, ég er með spaðagosa og hjartaþrist, þá læt ég þig fá 3 verstu spilin mín og þú situr hjá í 2 umferðir…”