Monthly Archives: December 2004

Spilakvöld

Buðum Friðrik, Unni og Gísla hingað í gær að spila. Spiluðum Trivial Pursuit þar sem ég tapaði og svo Friends spilið. Friends spilið er flóknasta og skrýtnasta spil í heimi!! Reglurnar meika engan sens, maður fær spjald með myndum af fullt af hlutum og á að draga hring utan um einn hlut fyrir hvern vin og þarf svo að fara í íbúðina hans og svara spurningu til að geta krossað yfir þann hlut. Hinsvegar má maður velja sér spurningar og þær eru númeraðar frá 1-5 sem skiptir engu máli þar sem það eru engir flokkar þannig að númerin standa í raun ekki fyrir neitt og myndirnar skipta engu máli. Svo er smá svona actionary í þessu, en bara ef þú lendir á mynd af vinunum og ert með kaffibollann, ef þú lendir á mynd af þeim en ert ekki með kaffibollann þá færðu kaffibollann. En þú getur auðvitað líka fengið kaffibollann með því að krossa yfir mynd af myndaramma. Svo ef maður þarf að leika (ég þurfti til dæmis að leika hið ógleymanlega atriði “Phoebe að hjóla…” !?!?) þá eiga hinir að giska og ef þeir giska rétt þá græðir sá sem er að leika á því. Hmmmmmm, ég veit hvað þið eruð að hugsa, af hverju ættu þá hinir einu sinni að reyna að giska rétt ef það er bara að hjálpa þeim sem er að leika?? Nú, auðvitað af því að ef maður giskar rétt þá má maður gera hring utan um eina af regnhlífunum sínum! Svo eru reglurnar fullar af skemmtilegum setningum eins og “…Sá sem á að leika tekur spjald og les af því leikatriðið án þess að hinir leikmennirnir heyri…”. Hmmm, les hann þá ekki bara Í HLJÓÐI? Hljómar eins og hann þurfi að hlaupa í næsta herbergi og lesa upphátt þar svo enginn heyri. En þetta var nú samt mjög gaman, hef ekki horft á þessa þætti í 2-3 ár þannig að var soldið ryðgaður í þessu en gat nú samt svarað nokkrum spurningum.

Þessar reglur minntu mig samt á fóstbræðraatriðið þar sem þau voru að spila heimatilbúið spil sem var flóknasta spil í heimi. “Ég er með laufatíuna, þá fæ ég slag. Nei, ég trompa með 2 fimmum og einum fjarka, þá snýst hringurinn við og þú færð hattinn. Aha, þá nota ég jókerinn og spegla þig, þá skiptum við um sæti og þú dregur 6 spil. Nei, ég er með spaðagosa og hjartaþrist, þá læt ég þig fá 3 verstu spilin mín og þú situr hjá í 2 umferðir…”

Karlmennska

Hmmmm, ég er einn heima og það er ekkert nema Bachelorette í sjónvarpinu. Ekki gott! Nú verð ég að gera eitthvað svakalega karlmannlegt á eftir til að bæta þetta upp, t.d. fá mér bjór, sparka í dekkin á bílnum mínum eða bora í vegg. Eina vandamálið er að ég á ekki bjór, Karen er á bílnum og borvélin er hjá pabba. Kannski ég fari og kýli nágrannann í öxlina eða fari í Húsasmiðjuna og kaupi mér hamar.

Linux aftur

Jæja, kominn með Linux aftur, Suse 9.1. Sumir fá sér Linux því “Micro$oft er svo mikið drasl” eða “Linux er miklu betra en Windows”. Ástæðan fyrir því að ég skipti er hinsvegar einföld: Linux er með Frozen Bubbles sem er besti leikur í heimi! Sami leikur og BubbleShooter en Frozen Bubbles er samt mest töff, besta útgáfan af þessum leik!

Jólafrí!!!

Loksins kominn í jólafrí, vefþjónustur búnar, gengu vel, bæði verkefnið og prófið. Hef aldrei verið svona þreyttur eftir annarverkefni! Bíllinn kominn á verkstæði þannig að á morgun get ég hætt að nota “#%$(%#”#$ strætó. Allt í góðu gengi 🙂

Þjóðfélagsumræða

Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um forsetakosningarnar í Úkraínu. Júsénkó, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar tapaði kosningunum, en hinsvegar fékk hann ekki eðlilegan aðgang að fjölmiðlum meðan á kosningabaráttunni stóð, það virðist hafa verið eitrað fyrir honum og sennilega hefur kosningasvindl verið í gangi. Þetta er áhugavert mál og vekur upp margar flóknar spurningar um kosningar, lýðræði, siðferði og fjölmiðla. Hvernig er best hægt að tryggja að kosningar séu réttlátar? Hver eru hlutverk og skyldur fjölmiðla í lýðræðisríki? Sú spurning sem hefur verið mér efst í huga og valdið mér mestum heilabrotum síðustu daga er samt þessi: Hvor mundi vinna ef Superman og He-Man færu í slag? Þetta er erfið spurning sem er ekki með neitt eitt rétt svar. Superman getur náttúrulega flogið sem er ótvíræður kostur en hinsvegar verðum við að taka tillit til þess að He-Man er vopnaður, hann er með sverð! Það leiðir okkur svo að annarri spurningu: Af hverju fer Superman ekki bara og nær sér í vopn? Er þetta eitthvað karlmennskustolt í honum að vilja bara berjast með berum hnefunum? Ímyndið ykkur hversu öflugur Superman væri ef hann gæti flogið OG væri með skammbyssu og/eða riffil! Það væri rosalegt!

Meiri þjóðfélagsumræða síðar…

I like to love C#.NET

Ofurforritarinn Sreejith
Jæja, erum enn hérna um miðja nótt að gera vefþjónustur. Erum 4 í hópnum, ég, Hrannar, Finnur og Bjarni en við hefðum ekki getað gert þetta án 5. leynimeðlimsins sem er hinn geysiöflugi indverski forritari Sreejith SS Nair. Sreejith skrifaði mjög fínan Datagrid component sem Bjarni notaði í winclient-inum okkar, en þennan component má finna á CodeProject.com ásamt fleiru sem Sreejith hefur gert. Hann er mjög hress gaur sem hefur póstað 783 sinnum á CodeProject á síðustu 10 mánuðum og helsta áhugamál hans samkvæmt síðunni hans er einmitt “I like to love C#.NET”. Sreejith vinnur hjá Neosoft en þeirra mottó er:

Are you Solving problems
or Having problems
Solving them

Ég þurfti að lesa þetta svona 5 sinnum til að skilja. Meikar samt sens þegar maður fattar það 🙂 . Ég vill hérmeð þakka Sreejith fyrir hans framlag.

Karen á afmæli

Karen á afmæli í dag og er 24. Allir að óska henni til hamingju 🙂

Er annars uppí skóla að gera vefþjónustuverkefnið ógurlega. Vefþjónustur virðast ganga 90% útá að böggast í stillingum í Windows þannig að það er gaman…

Icelandic candy

Fór með pakka sem á að fara til útlanda á pósthúsið áðan. Hann innihélt meðal annars harðfisk. Maður átti að skrifa nákvæma innihaldslýsingu á fylgiskjalið. Eh, hard fish? Dried fish? Konan á pósthúsinu sagði mér að skrifa bara “icelandic candy”. Ef fólkið í tollinum úti opnar þennan pakka á það örugglega eftir að halda að Íslendingar búi ennþá í snjóhúsum og séu eskimóar, eina nammið okkar sé harðfiskur!

Lokaverkefni og svör við getraun

Erum búnir að velja lokaverkefni, verðum hjá Libra. Gera server sem talar við eitthvað XTP protocol frá kauphöllinni, taka á móti pökkum, pæla í headerum, svaka stuð. Gerum líka Client forrit.

Svo er einmitt vísindaferð í Libra á föstudaginn, eða reyndar Tölvumyndir sem er yfirfyrirtækið. Allir eiga að mæta, ekkert rugl um að það sé of mikið að gera í vefþjónustum, það er fínt að forrita þunnur á laugardegi!

Svörin í kvikmyndagetrauninni komin og það eru tvær með öll svör rétt, það eru Unnur og Ósk. Þær eiga báðar inni hjá mér dós af jólaöli. Annars gekk fólki miklu betur með þessa getraun en þá síðustu, allir voru með meira en helming réttan. Svörin eru allavega:

  1. Office Space. Karakterinn er forritari sem er svo óheppinn að heita Michael Bolton. Snilldarmynd!
  2. Men in Black, K (Tommy Lee Jones) segir þetta. Mynd 1 var snilld, mynd 2 var sorp.
  3. Batman Returns, Penguin segir þetta við Batman. Batman 1 og 2 voru snilld, síðan varð serían að sorpi þegar Jim Morrison fór að leika Batman og fór endanlega í skítinn þegar George Clooney tók við.
  4. Spiderman, amman við Peter Parker. Fín mynd, 2 líka.
  5. Austin Powers, Dr. Evil. Myndir 1 og 2 voru mesta snilld ever, mynd 3 var orðin hálf þreytt eitthvað.
  6. Matrix, Neo og creepy ofurvitri krakki. Fyrsta myndin er algjör snilld, sá mynd 2 og fannst hún drasl, hef engan áhuga á að sjá 30 tölvuteiknaða kalla berjast við hvorn annan. Hef ekki nennt að sjá síðustu myndina. Þeir hefðu átt að gera bara fyrstu myndina og hætta svo.

Og súpererfiða bónusspurningin sem enginn svaraði: Danny Elfman, mesti kvikmyndatónlistarsnillingur ever samdi theme-in í myndum 2, 3 og 4. Samdi einmitt líka Simpson theme-ið og tónlistina í öllum Tim Burton myndum. (Já, ég veit að venjulegt fólk pælir ekki í hver samdi tónlistina í myndum sem það er að horfa á, þess vegna var þetta *bónusspurning* ).

Hugsa að þetta verði síðasta kvikmyndagetraunin. Spurning um að hafa kannski öðruvísi getraun, tónlistargetraun eða eitthvað. Hugmyndir?