Monthly Archives: November 2004

CSI, Tvíhöfði og kommentakerfi

Jæja, til að komast hjá því að læra ákvað ég að breyta síðunni smá. Setti inn broskalla í kommentakerfið og bloggið þannig að nú get ég sett inn nokkra kalla, :);):S:(8):D. Annars lítið að gerast, próf í næstu viku þannig að ekkert nema lærdómur framundan :(.

Var annars að horfa á CSI: Miami. Rauðhærði gaurinn er engan veginn jafn kúl og Grissom. Líka skrýtið að vera að gera fleiri og fleiri nákvæmlega eins þætti, nú er líka komið CSI: New York. Það gæti reyndar verið kúl því Gary Sinise leikur í því. Sá sem gæti hinsvegar verið góður í CSI væri gaurinn úr Law and Order: Criminal Intent (eða Law and Order: Edgar-suit eins og einhver snillingur kallaði þetta :D). Ég væri alveg til í að fá hann í staðinn fyrir rauðhærða gaurinn, það væri fínt.

Sá í blaðinu að Tvíhöfði var að veita gullnu kindina, verðlaun fyrir þá sem gerðu verstu hlutina á árinu, verstu plötuna, versta sjónvarpsþáttinn o.s.fv. Hvernig væri að þeir gæfu sjálfum sér þessi verðlaun fyrir að vera með grjótleiðinlegan, löngu úreltan þátt sem enginn nennir að hlusta á lengur? Hvenær voru Tvíhöfði síðast fyndnir, 1998? Og hefur einhver lesið pistlana hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu? Eintómt nýaldar-sjálfshjálpar kjaftæði “þú verður að vera ánægður með sjálfan þig til að vera ánægður með lífið, peningar skipta ekki máli, blabla”. Ömurlegt drasl og gjörsamlega ófyndið :S (jamm, mjög bitur í dag…)

Permission krapp

Hmmm, af einhverjum ástæðum breyttist permission fyrir gagnagrunninn minn þannig að hann virkaði ekki rétt. Ef þið hafið fengið villu á síðunni síðustu 2 daga er það útaf því. Asnalegt þar sem ég breytti ekki neinu, en ætti a.m.k. að vera komið í lag núna.

Handþurrkubúnaður

Hver kannast ekki við vandamálið sem fylgir því að þurfa að þurrka sér um hendurnar á almenningsklósettum? Enginn? Maður þarf að teygja sig í handþurrkurúlluna, toga niður pappír og rífa hann svo af. Mjög erfitt og þreytandi! En þetta er ekki lengur vandamál í HR, nei, því það eru komin rafdrifin handþurrkustatíf með skynjara! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var hissa í dag þegar ég teygði mig í átt að handþurrkunum, bjó mig undir erfið átök við að toga niður pappírinn en þá bara bzzzzzzzz, rennur sjálfkrafa út handþurrka í mjög hentugri stærð og það eina sem maður þarf að gera er að rífa hana af! Snilld + heilmikill vinnusparnaður! Ég bíð spenntur eftir sjálfvirkum klósettrúllum!

Á síðasta ári hækkuðu skólagjöldin okkar um 10.000 kr. Þegar rektor var spurður um ástæðu hækkunarinnar gat hún litlu svarað. Nú sé ég hinsvegar að ástæðan hlýtur að vera kaup skólans á þessum geysiöfluga nýja tæknibúnaði. En hvað gerist þegar HR og THÍ sameinast? Getur sameinaður háskóli staðið undir kröfum fyrrverandi HR-inga um öflugan sjálfvirkan handþurrkubúnað? Munu HR-ingarnir fyrrverandi hlaupa útum allan skólann með blautar hendur því þeir kunna ekki lengur á gamaldags og úrelt handþurrkukerfi? Kemur allt í ljós í haust…

Delete ‘Windows’ ?

Hmm. Var að eyða úr recycle bin í tölvunni hjá mér áðan en þegar ég var búinn að því var icon-ið ennþá eins og það væri eitthvað í henni. Prófaði þá að gera aftur “empty recycle bin” og fékk þá þessi skilaboð: “Are you sure you want to delete ‘WINDOWS’?” Nei, ég vill nú helst ekki eyða windows! Nú á ég aldrei eftir að þora að tæma þessa ruslatunnu aftur…

Alþingishópurinn

Mynd af hópnum sem var að vinna saman á AlþingiÞetta er mynd af hópnum sem ég var að vinna með á Alþingi í sumar. Við vorum að búa til kerfið Emblu sem sér um skráningu þingmanna, þinga og alls sem viðkemur Alþingi. Kerfið er Client/Server kerfi, skrifað í Java með JBoss server. Á myndinni eru (frá vinstri):

  1. Óþolandi krakkafífl sem tróð sér inná myndina
  2. Ég (hálfsofandi á svipinn eins og á öllum myndum)
  3. Hörður
  4. Heimir*
  5. Dejan
  6. Logi
  7. Stefán

*Heimir er litla tuskudúkkan. Hann var lukkudýr/skammarverðlaun. Maður fékk hann á skrifborðið hjá sér ef maður tékkaði inn kóða sem break-aði build-ið. Hann er einmitt skýrður eftir Heimi sem kennir Dreifð kerfi í HR.