skeinar@hotmail.com

Jæja, nú er Microsoft bara búið að de-activate-a Hotmail addressuna mína! Reyndi að signa mig inn í fyrsta skipti í svona 3 mánuði og þá kemur bara að ég sé ekki nógu duglegur við að signa mig inn og accountinn sé ekki lengur í gangi! Samt allt í lagi þar sem ég nota hann bara fyrir msn. Fékk mér þessa fallegu addressu, skeinar@hotmail.com þegar ég var 18 ára því addressan einar@hotmail.com var frátekin og ég vildi addressu sem ég gæti munað. Hætti síðan að nota hana því mér fannst hún ekki hljóma alveg nógu virðulega, t.d. á atvinnuumsóknum:

“…ég er samviskusamur, ábyrgðarfullur og duglegur.

Vinsamlegast sendið svar á skeinar@hotmail.com…

8 thoughts on “skeinar@hotmail.com

  1. Friðrik

    Geturðu ekki skráð þig aftur með sama e-mail samt. Ólíklegt að nokkur sé búinn að taka það 😉

  2. Einar

    Jú, get það svosem en meðan msn virkar þá er það nóg. Þeir segja að nafnið sé reserved fyrir mig núna eða eitthvað svoleiðis. Viss um að það er fjöldinn allur af Einurum (Einörum?) sem mundu vilja þetta netfang…

  3. Karen

    hehe já ég man eftir þessu með atvinnuumsóknirnar 😀

    p.s. ég er búin að kjósa 5 sinnum í könnunninni. Friðrik, afhverju varst þú alltaf að skipta um tölvu til að kjósa? 😀

  4. Einar

    Jæja, það er bara svakakosningasvindl í gangi!! Ég verð greinilega að fara að endurtelja þessi atkvæði eitthvað!

Comments are closed.