Vesen með getraun

Getraun í kommentakerfinu var kannski ekki besta hugmynd ever þar sem að ef einn svarar þá geta allir hinir lesið svörin. Þannig að ég bætti því við í kerfið að komment geta verið falin í ákveðin tíma, þá geta allir skráð svörin sín en enginn sér þau strax. Er búinn að fela kommentin fyrir getraunina, kommentin sjást ekki fyrr en kl. 12 á morgun. Kannski fullseint að gera þetta núna þar sem var búið að svara öllu nema nr. 2 en get a.m.k. notað þetta fyrir næstu getraun.

P.S. Strákar þurfa að fara að taka sig á, það eru bara stelpur búnar að svara! 75% finnst getraunin allt of erfið þannig að kannski verður næsta aðeins léttari 😉