Useless information dagsins:
Einu sinni fyrir langalöngu, árið 1990, þegar George Michael vildi hætta að vera boyband strákur og vildi fara að láta gagnrýnendur og almenning taka sig alvarlega gaf hann út plötu sem hét Listen Without Prejudice [Hlustið án fordóma]. Þegar plötudómurinn um hana birtist í tónlistartímaritinu NME var hann bara 3 orð: Listen Without Speakers. [Hlustið án hátalara].