Prófin búin

Jæja, öll próf búin og er sáttur við þau öll nema Stöðuvélar sem var miklu erfiðara en í fyrra! Er byrjaður í vefþjónustum sem virðist ætla að verða fínt námskeið, tekur samt örugglega svakalegan tíma. Er í hóp með Hrannari, Bjarna og Finni, sami hópur og verður í lokaverkefninu. Vorum líka í dag að sækja um lokaverkefni hjá fjórum fyrirtækjum, Betware, Marorka, LHTækni og Icelandair. Förum væntanlega á nokkra fundi í næstu viku og þá skýrist þetta betur.

Skellti inn verkefni 3 úr tölvugrafík, hægt er að ná í það hér. Þrívíddarmynd, nennti ekki að eyða jafn miklum tíma í hana og maze-ið en er samt ágæt, hefði þurft að eyða meiri tíma í lýsinguna samt.