[Bara fyrir nörda:]
Þegar við vorum í Gagnaskipan hjá Hallgrími áttum við einhverntímann að útfæra strcpy fall í C++. Mín útfærsla var einhvernveginn svona:
void strcpy(char[] dest, char[] src) { int len = strlen(src); for (int i = 0; i < len; i++) { dest[i] = src[i]; } dest[len] = '\0'; }
Frekar klunnalegt eitthvað. Svona er alvöru útfærslan í string.h, 1 lína:
void strcpy(char* dest, char* src) { while (*dest++ = *src++); }
…ég á greinilega ýmislegt eftir ólært 😉
Er þetta brandari? Ég er í alvörunni að spyrja sko 🙂
Það gerist nú ekki mikið nördalegra en að skoða source-kóðann af C++ = snilld 😉
Karen: Neibb, ekki brandari. Bara lausn sem var helmingi sniðugri en mín lausn.
Árni: Ok, fór nú reyndar ekki að skoða string.h, sá þetta gefið sem dæmi á einhverri vefsíðu. Að finnast þetta á annað borð áhugavert er hinsvegar ansi nördalegt 😉