CSI, Tvíhöfði og kommentakerfi

Jæja, til að komast hjá því að læra ákvað ég að breyta síðunni smá. Setti inn broskalla í kommentakerfið og bloggið þannig að nú get ég sett inn nokkra kalla, :);):S:(8):D. Annars lítið að gerast, próf í næstu viku þannig að ekkert nema lærdómur framundan :(.

Var annars að horfa á CSI: Miami. Rauðhærði gaurinn er engan veginn jafn kúl og Grissom. Líka skrýtið að vera að gera fleiri og fleiri nákvæmlega eins þætti, nú er líka komið CSI: New York. Það gæti reyndar verið kúl því Gary Sinise leikur í því. Sá sem gæti hinsvegar verið góður í CSI væri gaurinn úr Law and Order: Criminal Intent (eða Law and Order: Edgar-suit eins og einhver snillingur kallaði þetta :D). Ég væri alveg til í að fá hann í staðinn fyrir rauðhærða gaurinn, það væri fínt.

Sá í blaðinu að Tvíhöfði var að veita gullnu kindina, verðlaun fyrir þá sem gerðu verstu hlutina á árinu, verstu plötuna, versta sjónvarpsþáttinn o.s.fv. Hvernig væri að þeir gæfu sjálfum sér þessi verðlaun fyrir að vera með grjótleiðinlegan, löngu úreltan þátt sem enginn nennir að hlusta á lengur? Hvenær voru Tvíhöfði síðast fyndnir, 1998? Og hefur einhver lesið pistlana hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu? Eintómt nýaldar-sjálfshjálpar kjaftæði “þú verður að vera ánægður með sjálfan þig til að vera ánægður með lífið, peningar skipta ekki máli, blabla”. Ömurlegt drasl og gjörsamlega ófyndið :S (jamm, mjög bitur í dag…)

4 thoughts on “CSI, Tvíhöfði og kommentakerfi

  1. lauga

    Þú gleymir að taka eitt fram í skoðanakönnuninni þinni… að taka fram hversu margir séu búnir að greiða atkvæði

  2. Friðrik

    Þessi hlæjandi broskarl er gjörsamlega óþolandi 🙂 Minnir mann á þegar applettin voru að byrja og fólk tróð alls konar tilgangslausum litlum hreyfimyndum alls staðar (smá framhald af biturleika ;))

  3. Einar

    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    ha?:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    Varstu að segja eitthvað?
    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    um síðuna mína?
    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
    :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D

Comments are closed.