Monthly Archives: November 2004

skeinar@hotmail.com

Jæja, nú er Microsoft bara búið að de-activate-a Hotmail addressuna mína! Reyndi að signa mig inn í fyrsta skipti í svona 3 mánuði og þá kemur bara að ég sé ekki nógu duglegur við að signa mig inn og accountinn sé ekki lengur í gangi! Samt allt í lagi þar sem ég nota hann bara fyrir msn. Fékk mér þessa fallegu addressu, skeinar@hotmail.com þegar ég var 18 ára því addressan einar@hotmail.com var frátekin og ég vildi addressu sem ég gæti munað. Hætti síðan að nota hana því mér fannst hún ekki hljóma alveg nógu virðulega, t.d. á atvinnuumsóknum:

“…ég er samviskusamur, ábyrgðarfullur og duglegur.

Vinsamlegast sendið svar á skeinar@hotmail.com…

Kvikmyndagetraun – úrslit

Sigurvegarinn í kvikmyndagetrauninni var Ósk með 4 rétt svör, í öðru sæti var Unnur og í þriðja sæti Karen. Enginn strákur komst á listann, ég bjóst nú a.m.k. við að Friðrik mundi þekkja Batman kvótið miðað við hvað við höfum oft horft á þessa mynd! En rétt svör voru a.m.k. Wayne’s World 2, Goodfellas, Batman, Nightmare Before Christmas og Taxi Driver. Engin verðlaun í þetta sinn en kannski næst ef einhver kemur með góða hugmynd fyrir verðlaun.

Var annars í sumarbústað með nokkrum HR-ingum á föstudagsnóttina. Bjór, Idol, hamborgarar í kvöld og morgunmat, Actionary, heitur pottur og skelfilegt söngtríó (ég, Hrannar og Gunni). Lauga kenndi okkur flóknasta spil í heimi og Gunni átti afmæli og datt svona 5 sinnum á pallinum. Mikið stuð 🙂

Listen without speakers

Useless information dagsins:

Einu sinni fyrir langalöngu, árið 1990, þegar George Michael vildi hætta að vera boyband strákur og vildi fara að láta gagnrýnendur og almenning taka sig alvarlega gaf hann út plötu sem hét Listen Without Prejudice [Hlustið án fordóma]. Þegar plötudómurinn um hana birtist í tónlistartímaritinu NME var hann bara 3 orð: Listen Without Speakers. [Hlustið án hátalara].

Vesen með getraun

Getraun í kommentakerfinu var kannski ekki besta hugmynd ever þar sem að ef einn svarar þá geta allir hinir lesið svörin. Þannig að ég bætti því við í kerfið að komment geta verið falin í ákveðin tíma, þá geta allir skráð svörin sín en enginn sér þau strax. Er búinn að fela kommentin fyrir getraunina, kommentin sjást ekki fyrr en kl. 12 á morgun. Kannski fullseint að gera þetta núna þar sem var búið að svara öllu nema nr. 2 en get a.m.k. notað þetta fyrir næstu getraun.

P.S. Strákar þurfa að fara að taka sig á, það eru bara stelpur búnar að svara! 75% finnst getraunin allt of erfið þannig að kannski verður næsta aðeins léttari 😉

Kvikmyndagetraun

Sá eini sem kom með hugmynd að kvikmyndakvóti í síðasta bloggi var Einar Binary (sem by the way er ekki einhver aukapersónuleiki hjá mér heldur annar gaur sem heitir Einar og er í HR). Skellti því inn og fór svo sjálfur að leita að nokkrum aukakvótum til að setja inn og ákvað þá að hafa smá kvikmyndagetraun. 5 kvót, miserfið, sá sem getur þau öll vinnur.

  1. Listen, sonny Jim. Sleeping like this will add ten years to your life. I learned it from Keith Richards when I toured with the Stones. This may be the reason why Keith cannot be killed by conventional weapons.
  2. As far back as I can remember I always wanted to be a gangster.
  3. You ever dance with the devil by the pale moonlight?
  4. And they call him Sandy Claws…
  5. Now I see this clearly. My whole life is pointed in one direction. There never has been a choice for me.

Bannað að nota imdb. Fólk getur svarað í kommentakerfið. Sá sem er í fyrsta sæti fær engin verðlaun önnur en ánægjuna af að vita að hann er mesti kvikmyndasnillingurinn…

Prófin búin

Jæja, öll próf búin og er sáttur við þau öll nema Stöðuvélar sem var miklu erfiðara en í fyrra! Er byrjaður í vefþjónustum sem virðist ætla að verða fínt námskeið, tekur samt örugglega svakalegan tíma. Er í hóp með Hrannari, Bjarna og Finni, sami hópur og verður í lokaverkefninu. Vorum líka í dag að sækja um lokaverkefni hjá fjórum fyrirtækjum, Betware, Marorka, LHTækni og Icelandair. Förum væntanlega á nokkra fundi í næstu viku og þá skýrist þetta betur.

Skellti inn verkefni 3 úr tölvugrafík, hægt er að ná í það hér. Þrívíddarmynd, nennti ekki að eyða jafn miklum tíma í hana og maze-ið en er samt ágæt, hefði þurft að eyða meiri tíma í lýsinguna samt.

Bloggleti

Hef ekki verið duglegur að blogga undanfarið. Ástæðan er sú að ég hef verið í prófum og þegar maður er í prófum hefur maður eeeeeekkert að segja! Ég er ekki búinn að hugsa um annað síðustu 10 daga en fallaforritunarmál, ljósútreikninga, diffrun, heildun og núna stöðuvélar og Turing vélar. Ég kem heim eftir 10 tíma í skólanum, Karen spyr “hvað segirðu?” og ég segi “öööh, ég er búinn að læra að finna flatarmál milli tveggja ferla með heildun.” Ég er ekki samræðuhæfur!

En þetta endar allt á morgun, síðasta prófið, Stöðuvélar og Reiknanleiki. Hin prófin hafa öll gengið ágætlega og þetta gerir það vonandi líka. Svo er bara mánudagsdjamm og svo slappa af á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn byrjar svo 3 vikna námskeið í vefþjónustum sem verður örugglega fínt 🙂

Er að hugsa um að bæta nokkrum fleiri kvótum við í quotes vinstra megin á síðunni. Ef einhver er með einhverjar góðar hugmyndir um fyndin kvót úr bíómyndum endilega skella því inní kommentakerfið.

strcpy

[Bara fyrir nörda:]

Þegar við vorum í Gagnaskipan hjá Hallgrími áttum við einhverntímann að útfæra strcpy fall í C++. Mín útfærsla var einhvernveginn svona:


void strcpy(char[] dest, char[] src)
{
    int len = strlen(src);
    for (int i = 0; i < len; i++)
    {
        dest[i] = src[i];
    }
    dest[len] = '\0';
}

Frekar klunnalegt eitthvað. Svona er alvöru útfærslan í string.h, 1 lína:


void strcpy(char* dest, char* src)
{
    while (*dest++ = *src++);
}

…ég á greinilega ýmislegt eftir ólært 😉