Viðskiptafræðingar með kynningarátak

Viðskiptafræðingarnir voru með eitthvað kynningarátak í gær í skólanum til að kynna sig fyrir mögulegum vinnuveitendum. Voru að gefa allskonar dót, t.d. með vatnsflöskur með áprentuðu CV-inu sínu, nammi og Pepsi Max. Gott framtak hjá þeim en ef ég væri vinnuveitandi myndi ég aldrei ráða neinn í vinnu sem veldi Pepsi Max fram yfir kók, það er augljóst merki um alvarlegan dómgreindarskort! Þeir mættu annars alveg vera með fleiri svona átök, frítt nammi er alltaf jákvætt 🙂

3 thoughts on “Viðskiptafræðingar með kynningarátak

  1. Friðrik

    Er ekki soldið furðulegt að einstaklingar séu að gefa fyrirtækjum alls konar dót. Mér finnst það allavega soldið brengluð viðskiptafræði.

  2. Unnur

    Bíddu af hverju voru þeir að gefa ykkur nammi? …eruð þið væntanlegir vinnuveitendur eða hvað? Er hins vegar alveg sammála að frítt nammi er alltaf vel þegið:-)

  3. Einar

    Veit ekki alveg með nammið þar sem það kynnir þá ekkert sérstaklega, vatnsflöskur með CV fannst mér hinsvegar sniðugt. Og nei, við erum ekki væntanlegir vinnuveitendur, við stálumst bara niður og fengum okkur nammi 😀

Comments are closed.