Skemmtileg vika að byrja, skilaverkefni á mánudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Mikið stuð. Annars er komin inn lýsing fyrir 3. forritunarverkefni í tölvugrafík og ég get ekki ákveðið mig hvað ég á að gera. Möguleikarnir eru:
- Fyrstu persónu skotleikur: Gæti þá notað maze-ið en mér finnst svona leikur mjög óspennandi þannig að ætla ekki að gera hann.
- 3D bílaleikur: Það gæti reyndar orðið mjög cool, sérstaklega ef maður hefði 2 player og möguleika á að stökkva á stökkpöllum og eitthvað svoleiðis.
- 3D Tölvuspil: T.d. 3D útgáfa af breakout, pinball eða einhverjum þessháttar leik, býst ekki við að ég geri þetta.
- 3D teiknimynd: Bara smá mynd, ekkert input frá notanda. Væri hægt að gera massaflott með góðum myndavélahreyfingum, sniðugum klippingum o.þ.h, kemur sterklega til greina.
Annars var ég líka að pæla í hvort það væri möguleiki að gera eitthvað tölvugrafík verkefni sem lokaverkefni. Bara spurning hvaða fyrirtæki hefðu áhuga á því. Datt helst í hug bankarnir með krakkaklúbbana sína, t.d. gera Georg og félagar leik, eða Aurapúka leik eða eitthvað svoleiðis. Yrði samt að vera OpenGL, langar ekki að gera einhvern flash leik á netinu! Það sem yrði samt mest cool væri að gera multiplayer leik fyrir alla bankana. Fólk veldi þá karakter úr sínum banka og ætti síðan að berjast við hina bankakarakterana, Georg vs. Aurapúki, hafa nóg af blóði og ofbeldi, Georg gæti t.d. lamið Aurapúkann með sparibauk, massíft!
Mer finnst thetta ogedslega god hugmynd – i alvour. Vaeri ekki haegt ad gera svona splatterleik lika almennt fyrir leidinlega barnaefniskaraktera ? Kaerleiksbirnirnir Versus Teletubbies ?
Vaeri samt ogedslega fyndid ad bua til alvoru serious vidskipta / verkplan um thennan leik og kynna hann formlega fyrir bonkunum.
Starfsfolk bankanna myndi fila leikinn orugglega…