Val fyrir næstu önn

Er búinn að velja fyrir næstu önn. Verð í Dreifðum kerfum og Nýrri tækni. Tek svo Vefþjónustur (eins og aaaaallir aðrir) um jólin. Nú verða bara einhverjir fleiri að drullast til að skrá sig í Dreifð kerfi svo ég þurfi ekki að finna mér hópfélaga af öðru ári. Allir í Dreifð kerfi!!! Hvernig getur manni ekki langað að fara í áfanga sem kennarinn sjálfur segir að sé leiðinlegur, svínþungur, engar umræður í tímum og að dreifð kerfi séu drasl og maður eigi að forðast að nota þau hvenær sem maður getur? Hljómar frábærlega! Held reyndar að ég verði að finna mér einhvern hópfélaga af öðru ári fyrir Nýja tækni þar sem allir aðrir en ég tóku hana á síðasta ári. Hehe, nú fæ ég að fara í léttan áfanga meðan allir aðrir þurfa að fara í Afköst viðbjóðskerfa eða Ásrún í skólakerfinu eða hvað allir þessir ógeðsáfangar heita 😀 Er mjög feginn núna að hafa tekið Afköst gagnasafnskerfa og Línulega algebru í fyrra!

2 thoughts on “Val fyrir næstu önn

  1. Hrannar

    mar er búinn að velja dreifð kerfi og svo krotaði ég við ásrúnarfagið…. próflaust mar 😉

    sjáum til hvort að það vegur upp á móti ásrúnu :p

  2. Einar

    Gott mál, þá verð ég ekki einn þarna. Sindri og Kjarri ætla víst líka í dreifð og kannski Bjarni líka.

Comments are closed.