Skilaði inn völundarhúsinu í tölvugrafík í fyrradag eftir heila helgi af stanslausri forritun og mikilli sjóveiki. Komst svo að því daginn eftir skil að forritið gat rústað hljóðinu hjá notandanum! Við erum alltaf að hækka og lækka hljóðið í leiknum til að það heyrist hversu langt skrímslið er frá manni en ef maður hætti í leiknum þegar maður var langt frá skrímslinu (og þ.a.l. slökkt á hljóðinu) þá var bara ekkert hljóð í windows eftir á! Bjó til patch til að laga hljóðið ef það var farið í rúst og lagaði líka villuna í leiknum og sendi kennaranum eftirá, mikið stuð… Það er að minnsta kosti í lagi með þetta núna og hægt er að downloada leiknum hérna, ef þið þorið 😉 Readme.txt skráin inniheldur upplýsingar um hvaða takkar eru fyrir hreyfingar o.fl.
Pingback: Einar Egilsson » Blog Archive » Spurt og svarað