MSN

The Empire strikes back…

Núna um daginn náði ég mér í Beta útgáfuna af msn 7.0 sem er með allskonar nýju drasli, t.d. getur maður signað sig inn sem ‘appear offline’ ef maður nennir ekki að tala við fólk en vill samt sjá hverjir eru online. Líka fullt af gagnslausu drasli eins og einhverjum súper brosköllum og teiknimyndum og einhverju sem maður getur sent. Þessi útgáfa virkaði fínt í 3 daga. En svo í gær þegar ég reyni að signa mig inn fékk ég skilaboð, eitthvað ‘A new version of msn messenger is available, you MUST get this new version or terrible things will happen’. Svo ef ég reyndi að segja nei, að ég vildi ekkert nýja útgáfu, þá gat ég ekki signað mig inn. Þannig að ég náði í nýju útgáfuna sem er númer 6.2!!! Semsagt eldri útgáfa!! Til hvers voru þeir að hleypa þessari beta útgáfu útá netið ef þeir ætla svo að neyða mann til að hætta strax aftur að nota hana?!?! Óþolandi drasl!!

(Hmmm, blogg um hvað Microsoft er mikið skítafyrirtæki + Star Wars reference… Nördaskapurinn er kominn uppá nýtt og hærra stig 😉