Barnagæsla

Karen fékk smá hlutastarf í Skýrr núna í kennaraverkfallinu, að passa krakka starfsmanna einu sinni í viku. Ég þyrfti að fá svona vinnu, kæmi mjög vel út á ferilskránni að hafa “verktaki hjá Skýrr”. Gæti hinsvegar orðið hálf bjánalegt í atvinnuviðtölum ef ég væri spurður útí það.

“Já, ég sé hérna að þú hefur unnið sem verktaki hjá Skýrr, hvað varstu að vinna við hjá þeim?”

“Öhh, ýmislegt svona, gæslu aðallega…”

“Hverskonar gæslu þá, umsjón með netkerfum?”

“Nei, barnagæslu…”

4 thoughts on “Barnagæsla

  1. Unnur

    Hæ hæ! Ætlaði að fara inn á kvikmyndagetraunina þína því ég hafði nákvæmlega ekkert betra að gera og finn þetta glæsilega blogg sem er algjör draumur fyrir internetfíkil eins og sjálfa mig…alveg nauðsynlegt að láta langt gengna fíkla vita af öllum breytingum sem verða á netinu:-)

Comments are closed.