Viðskiptafræðingarnir voru með eitthvað kynningarátak í gær í skólanum til að kynna sig fyrir mögulegum vinnuveitendum. Voru að gefa allskonar dót, t.d. með vatnsflöskur með áprentuðu CV-inu sínu, nammi og Pepsi Max. Gott framtak hjá þeim en ef ég væri vinnuveitandi myndi ég aldrei ráða neinn í vinnu sem veldi Pepsi Max fram yfir kók, það er augljóst merki um alvarlegan dómgreindarskort! Þeir mættu annars alveg vera með fleiri svona átök, frítt nammi er alltaf jákvætt 🙂
Monthly Archives: October 2004
Flottar heimasíður…
Hversu góður tölvunarfræðingur maður er virðist vera í öfugu hlutfalli við hversu flotta heimasíðu maður er með:
Dr. Jim Nystrom, “Numerical Analysis” kennari:
http://notendur.unak.is/not/jamesn/
Dr. Luca Aceto, “Syntax and Semantics” kennari:
http://www.cs.aau.dk/~luca/
Larry Wall, maðurinn sem bjó til Perl:
http://www.wall.org/~larry/
Mús
Fundum dauða, kramda mús í borðstofunni hjá okkur í gærkvöldi. Lúðvík kom með hana inn, skellti henni á gólfið og mjálmaði svo til að kalla á okkur og sýna okkur hvað hann hefði komið með. Maður sveltur ekki meðan maður á svona duglegan veiðikött!
Tölvugrafík verkefni
Skemmtileg vika að byrja, skilaverkefni á mánudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Mikið stuð. Annars er komin inn lýsing fyrir 3. forritunarverkefni í tölvugrafík og ég get ekki ákveðið mig hvað ég á að gera. Möguleikarnir eru:
- Fyrstu persónu skotleikur: Gæti þá notað maze-ið en mér finnst svona leikur mjög óspennandi þannig að ætla ekki að gera hann.
- 3D bílaleikur: Það gæti reyndar orðið mjög cool, sérstaklega ef maður hefði 2 player og möguleika á að stökkva á stökkpöllum og eitthvað svoleiðis.
- 3D Tölvuspil: T.d. 3D útgáfa af breakout, pinball eða einhverjum þessháttar leik, býst ekki við að ég geri þetta.
- 3D teiknimynd: Bara smá mynd, ekkert input frá notanda. Væri hægt að gera massaflott með góðum myndavélahreyfingum, sniðugum klippingum o.þ.h, kemur sterklega til greina.
Annars var ég líka að pæla í hvort það væri möguleiki að gera eitthvað tölvugrafík verkefni sem lokaverkefni. Bara spurning hvaða fyrirtæki hefðu áhuga á því. Datt helst í hug bankarnir með krakkaklúbbana sína, t.d. gera Georg og félagar leik, eða Aurapúka leik eða eitthvað svoleiðis. Yrði samt að vera OpenGL, langar ekki að gera einhvern flash leik á netinu! Það sem yrði samt mest cool væri að gera multiplayer leik fyrir alla bankana. Fólk veldi þá karakter úr sínum banka og ætti síðan að berjast við hina bankakarakterana, Georg vs. Aurapúki, hafa nóg af blóði og ofbeldi, Georg gæti t.d. lamið Aurapúkann með sparibauk, massíft!
Svart og grænt???
Á ég að trúa því að enginn noti svarta og græna útlitið??? Það er langflottast!
Skoðanakönnun um útlit
Ný skoðanakönnun, allir að svara svo ég viti hvort einhver sé í raun og veru að nota þetta CSS drasl eða hvort allir noti bara default útlitið.
Val fyrir næstu önn
Er búinn að velja fyrir næstu önn. Verð í Dreifðum kerfum og Nýrri tækni. Tek svo Vefþjónustur (eins og aaaaallir aðrir) um jólin. Nú verða bara einhverjir fleiri að drullast til að skrá sig í Dreifð kerfi svo ég þurfi ekki að finna mér hópfélaga af öðru ári. Allir í Dreifð kerfi!!! Hvernig getur manni ekki langað að fara í áfanga sem kennarinn sjálfur segir að sé leiðinlegur, svínþungur, engar umræður í tímum og að dreifð kerfi séu drasl og maður eigi að forðast að nota þau hvenær sem maður getur? Hljómar frábærlega! Held reyndar að ég verði að finna mér einhvern hópfélaga af öðru ári fyrir Nýja tækni þar sem allir aðrir en ég tóku hana á síðasta ári. Hehe, nú fæ ég að fara í léttan áfanga meðan allir aðrir þurfa að fara í Afköst viðbjóðskerfa eða Ásrún í skólakerfinu eða hvað allir þessir ógeðsáfangar heita 😀 Er mjög feginn núna að hafa tekið Afköst gagnasafnskerfa og Línulega algebru í fyrra!
Jólafjör
Hmmm, völundarhúsið rústar víst ekki öllu hljóði eftir allt saman, bara wave hljóðinu í sound mixernum í windows, auðvelt að laga. Fór annars í Hagkaup í dag og þeir eru komnir með jólaskreytingar og jóladót útum allt. Meira en 2 mánuðir í jól. Þetta finnst mér mjög fínt, nú getur maður verið í jólaskapi 1/6 af árinu…
Völundarhús
Skilaði inn völundarhúsinu í tölvugrafík í fyrradag eftir heila helgi af stanslausri forritun og mikilli sjóveiki. Komst svo að því daginn eftir skil að forritið gat rústað hljóðinu hjá notandanum! Við erum alltaf að hækka og lækka hljóðið í leiknum til að það heyrist hversu langt skrímslið er frá manni en ef maður hætti í leiknum þegar maður var langt frá skrímslinu (og þ.a.l. slökkt á hljóðinu) þá var bara ekkert hljóð í windows eftir á! Bjó til patch til að laga hljóðið ef það var farið í rúst og lagaði líka villuna í leiknum og sendi kennaranum eftirá, mikið stuð… Það er að minnsta kosti í lagi með þetta núna og hægt er að downloada leiknum hérna, ef þið þorið 😉 Readme.txt skráin inniheldur upplýsingar um hvaða takkar eru fyrir hreyfingar o.fl.
Of mikið í skólanum?
Er það merki um að maður sé of mikið uppí skóla þegar maður reynir að opna útidyrahurðina heima hjá sér með HR-aðgangskortinu?