Á leið í líkamsrækt

Nú hef ég í soldinn tíma, u.þ.b. 10 ár, verið á leiðinni að koma mér í gott form. Í þessi 10 ár hef ég pælt mikið í því hverskonar líkamsrækt henti mér best. Eftir 10 ára umhugsun hef ég komist að því að það þarf að vera eitthvað sem reynir ekki mikið á og krefst þess ekki að ég hætti að borða nammi. Þarna er ég búinn að útiloka 97% af öllum íþróttum þannig að þetta er allt að koma. Nokkrar af þeim íþróttum sem ég hef íhugað að fara að stunda eru:

  • Keila: Hægt að borða pizzu á meðan maður er að keppa, góður kostur.
  • Pílukast: Mjög lítil hreyfing, mataræði skiptir ekki máli, gott mál.
  • Skák: Mjög lítil hreyfing sem er kostur. Eini gallinn er að skák er ekki íþrótt.
  • Sund: Sund er heldur ekki íþrótt, að synda er bara aðferð til að komast hjá því að drukkna. Hinsvegar finnst mér sund skemmtilegt þannig að það kemur sterkt inn.
  • Fótbolti: Reyndi það í fyrra, eyðilagði ökklann á mér eftir 5 tíma og var á hækju í mánuð.
  • Körfubolti: Allir þessir HR-ingar vilja bara fótbolta…
  • Badmington: Spilaði síðast þegar ég var 8 ára, en þá var það gaman.

Ef einhver hefur góða hugmynd um líkamsrækt sem hentar mér, endilega láta mig vita. Og nei, mig langar ekki að fara í líkamsræktarstöð að lyfta eða hlaupa eða eitthvað svona grjótleiðinlegt, þetta verður að vera skemmtileg íþrótt.

1 thought on “Á leið í líkamsrækt

  1. lauga

    Hei…reynum að finna fólk og stað til að fara í bandý… bandý er snilld… í bandý myndiru kynnast sko allt annari Laugu hahaha

Comments are closed.