Hef núna smakkað nýja kókið, C2. Auglýsingarnar segja að það sé mitt á milli alvöru kóks og Diet kóks. Aldrei þessu vant segja auglýsingarnar satt, þetta bragðast nákvæmlega eins og maður hafi blandað saman hálfri kók og hálfri diet-kók. Semsagt viðbjóður. Breytingar á kóki eru alltaf slæm hugmynd. Ef ég ber saman nokkur mismunandi afbrigði af kóki og gef því frá núll og uppí 5 stjörnur þá er niðurstaðan þessi:
- Venjulegt kók: Hrein snilld! ***** (5 stjörnur)
- Diet kók: Ógeðslegt sorp!! Maður hefði haldið að Diet kók mundi bragðast eins og kók nema án sykurs. Nei! Það bragðast eins og piss!! (0 stjörnur)
- Vanilla kók: Vanilluskyr, já. Vanillukók, nei. Viðbjóður. (0 stjörnur)
- Cherry kók: Viðbjóðslegt drasl. Ef ég vildi ber færi ég í berjamó. (0 stjörnur)
- C2: 50% snilld + 50% viðbjóður = 90% viðbjóður. Samt skárra en Diet-kók. (0 störnur)