DNS lookup

Ákvað um daginn að mig langaði að geta haft reverse DNS lookup á síðunni minni til að sjá hvaðan fólk er að koma. Leitaði á netinu en eina lausnin sem ég fann fyrir .asp var einhver krapp lausn sem gekk útá að keyra nslookup, senda outputið í textaskrá og lesa svo textaskrána og eyða henni. Breytti þessu þannig að þarf ekki að skrifa í neina skrá eða neitt svoleiðis, les bara beint output strauminn frá nslookup.exe, virkar fínt. Skelli þessu sennilega inná forritunarsíðuna fljótlega, þá getið þið náð í þetta ef þið viljið sjá hverjir eru að heimsækja síðurnar ykkar.