Kennarinn okkar í forritunarmálum var að tala um að ef það væri ekki til orð yfir eitthvað hugtak í tungumáli þá gæti fólk ekki hugsað um það og þar með væri hluturinn eiginlega ekki til. Hann sagði okkur frá því að í bókinni 1984 hefði fasistastjórnin tekið upp á því að fjarlægja óæskileg orð úr tungumálinu, t.d. uppreisn og óánægja. Þannig gat enginn verið óánægður, allir voru bara mismunandi ánægðir. Þetta finnst mér mögnuð snilld! Það er t.d. fullt af orðum í íslensku sem mætti fjarlægja og enginn myndi sakna! Bara sleppa þeim í næstu útgáfu af orðabókinni og þá eru þau farin. Þau orð sem mættu mín vegna hverfa úr íslenskri tungu eru m.a.
- Stærðfræðileg greining
- Plokkfiskur
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Jeppi
- Powersýning
- Davíð
- Oddsson
- Lagadeild HR
- Landshornaflakkari
- Diet kók
- Trúnó
- Fólk
- Sirrý
- með
Mín vegna mættu orðið “Skilaverkefni” vel missa sín líka
Hehe, jamm, mætti alveg hverfa líka. BNF og parser jafnvel líka…