Jæja, þá er ég búinn að uppfæra síðuna mína, er búinn að vera á leiðinni að gera það í nokkra mánuði. Er búinn að færa Binary klukkuna á sér síðu, líka búinn að færa kvikmyndagetraunina á sér síðu. Ég er búinn að bæta við þessum stíl sem default stílnum, það er ennþá hægt að nota gamla supercool svarta og græna lookið með því að smella á linkinn hérna til vinstri.
Ég bætti við skoðanakönnun á síðuna, forritaði hana um daginn, super einfalt að nota, ASP klasi, hægt að downloada hérna. Source kóðinn fyrir binary klukkuna er líka hérna ef einhver hefur áhuga, hægt að skoða hér.
Planið er að reyna að uppfæra þessa blessaða síðu öðru hvoru, bæta við nýju dóti, nýjum skoðanakönnunum og svona. Sjáum hvernig það gengur…