“Þessi bíóvísitala þín er drasl.”
“Þetta er það ömurlegasta sem ég hef séð!”
“… þú fokking ógeðslegi ófindni Búðingur!”
“…greinilegt að þú hefur ekki HUNDSVIT á bíómyndum…”
“Þú ættir að skammast þín fyrir þetta…”
“DONT JUDGE A BOOK BY ITS COVER ASSHOLE!”
“…þegar fólk er jafn heimskt og þú.”
“Þú ert fáviti drengur.”
“Vá hvað þú ert með lélegan bíómynda smekk…”
“Þú ert alveg yfirnáttúrulega heimsk manneskja, hversu heimskur getur einn maður verið?”
“…hversu mikilli sæmd vill einn maður hrinda frá sér í tilraun til þess að REYNA að vera fyndinn?” [Tilraun er skv. skilgreiningu að reyna eitthvað. Ég er semsagt að reyna að reyna að vera fyndinn. Vonandi tókst mér að reyna það. -Einar]
Ekki voru allir jafn hrifnir af bíóvísitölunni…
Mér sýnist samt að fólk hafi aðallega skipst í 3 flokka:
- Þeim sem fannst þetta fyndið. Voru sumir ósammála stigagjöfinni en voru a.m.k. ekki að taka þetta of alvarlega.
- Þeim sem fannst þetta ömurlegt og ég vera fáviti. Þetta var fólk sem var móðgað útaf einstökum atriðum eða sem fannst hugmyndin bara almennt glötuð. Tóku þetta mjög alvarlega!
- Þeir sem urðu sárir yfir þessu. Þetta finnst mér skrýtnasti hópurinn. Komment eins og:
“Þú sem sagt getur talað fyrir allt fólk á landinu, hvað veist þú nema að einhverju fólki finnist eitthvað af þessu skemmtilegt.”“kannski finnst þér þetta en ekki öðru fóli”
“það skiptir ekki máli hverjir leika í henni, hver leikstýrir eða skrifar handritið, hvort það er einhver leikari sem fer í taugarnar á ÞÉR þá eru aðrir sem fíla viðkomandi. Hvernig væri nú ef þú hugsaðir aðeins betur hvað þú ert að fara skrifa áður en þú “postar” því inn á bloggsíðuna”
Þetta finnst mér skrýtnast af öllu. Maður má semsagt ekki skrifa það sem manni finnst af því að “kannski finnst öðrum þetta skemmtilegt”. Auðvitað er þetta bara mín skoðun, ekki skoðun allra í heiminum. Ég hefði haldið að fólk mundi fatta það, en nei, greinilega ekki. Hérna
er smá hint um hvernig má þekkja í sundur hvað er bara mín skoðun og hvað er algildur sannleikur: Ef þið eruð að lesa færslu sem er skrifuð af mér, á minni bloggsíðu, með nafninu mínu undir, þá er það bara mín skoðun!
Og í lokin, uppáhalds kommentið mitt:
“Sem þíðir að þú ert ekki rosalega gáfaður og ég myndi bara hætta að blogga og hætta að tjá þig ef ég væri þú.NIÐUR MEÐ LÁGMENNINGU!! *kapla*”
Alltaf gaman þegar einhver er að segja manni að maður sé ekki gáfaður og endar svo kommentið á að skrifa *kapla*, það ber vott um himinháa greindarvísitölu. Já, við skulum öll kapla saman lófunum fyrir því hvað þetta var gott komment og hvað hann sagði mér vel til syndanna! *kapl* Hver veit, við gætum jafnvel staplað niður fótunum líka! *stapl*
[Athugið að það er bara mín skoðun að þetta hafi verið gott komment. Öðru fólki gæti þótt þetta komment vera lélegt, sæmilegt eða ágætt og þeirra skoðun á alveg jafn mikinn rétt á sér og mín. Þetta er allt afstætt. [Athugið að það er bara mín skoðun að þetta sé allt afstætt. Öðru fólki … o.s.fv.]]
þíðir er líka rangt stafsett hjá þessum snilling
😀
52 komment! Það eru greinilega fleiri að lesa bloggið þitt en fjölskyldan og nánustu vinir – t.d. einhverjir ehm… húmorslausir, þröngsýnir krakkar* (ég get ekki ímyndað mér að nokkur yfir 12 ára aldri myndi skrifa svona húmorslaus komment). Lifi prent-og skoðanafrelsið!!! (Ég mun fyllilega virða það ef einhverjum finnst ég vera fasisti og fáviti fyrir að pósta þessu kommenti).
* Ég sé mig tilneydda til að taka fram að ég sé ekki þeirra skoðunar að krakkar séu almennt húmorslausir eða þröngsýnir. Ég tek þetta fram ef ske kynni að ég skyldi móðga aðra (hugsanlega húmorslausa) krakka sem lesa bloggið þitt.
Hvaðan fékk svo einhver þær upplýsingar að Munich væri hryllingsmynd leikstýrð af Tarantino ???
Hvaðan fékk svo einhver þær upplýsingar að Munich væri hryllingsmynd leikstýrð af Tarantino ???
Vissirðu ekki að tjáningarfrelsi þitt endar þar sem tilfinningar annarra byrja? 😀
Ég er nú svo hrikalega ógáfuð að ég fattaði ekki einu sinni hvaða orð kapla var. En það er allt í lagi því það er sól og steikjandi hiti hjá mér svo ég set bara upp 8)
Ég held að kapla sé klingonska