Jæjja þá erum við fjölskyldan að leggja af stað á morgun til Póllands þar sem er 27 stiga hiti “as we speak”. Allt er klárt, Daníel er búinn að fá passann sinn og “flugmiðarnir” eru komnir í hús. Það eina sem er að er það að á passanum hans Daníel stendur Drengur Einarsson en á flugmiðanum stendur Daníel Máni. Það verður auðvitað ekkert mál að útskýra þetta hérna heima en ég er sko búin að undirbúa mig undir vesen þarna úti en við verðum bara að bíða og sjá.
Við erum orðin rosalega spennt en það er búið að fullvissa mig um að það eigi ekkert að vera neitt mála að ferðast með börnin meðan að þau eru svona lítil. Ég er samt alveg að fara yfirum þegar ég er að hugsa um hvað maður þarf að taka með en maður verður að muna að þetta eru bara 4 dagar og þetta reddast allt því það eru eftir allt saman líka til smábörn í póllandi og ef eitthvað gleymist þá er bara hægt að redda því þar 😀 .